Hlutfall lýðfræðilegrar öldrunar á Íslandi er fremur hátt og er sem hér segir:: |
Öldrunarsamfélög í hinum vestræna heimi horfast í augu við nýjungar í heilbrigðisþjónustu. Helsti markhópur heilbrigðisþjónustu eru eldri borgarar. Undanfarin ár hefur áhugi á ýmsum sviðum öldrunarfræði en sérstaklega í öldrunarfræðilegri sjúkraþjálfun farið vaxandi.
En nú til dags hafa heilbrigðisstarfsmenn í hinni vestrænu menningu oft og tíðum því miður fordóma gagnvart eldri borgurum og gera lítið úr þörfum þeirra. Til að viðurkenna sérþarfir eldri borgara var mótað nudd sem sniðið er að þörfum eldri borgara en sáleðlisfræðileg staða þeirra getur verið mismunandi líkt og hjá starfandi einstaklingum. Um er að ræða öldrunarnudd en sérstaða þess felst í því að það skilar góðum árangri sem nær út fyrir einungis læknisfræðilegan árangur.
Snerting
|
Tímabilið sem einstaklingar á efri árum fara í gegnum einkennist stundum af verkjum bæði þeim líkamlegu (vegna ýmissa sjúkdóma) sem og þeim andlegu ásamt einmanaleika. Ástæðan fyrir því getur verið makamissir eða skert samskipti við aðra.Stundum skiptir eldri einstakling miklu máli að fá einfaldlega faðmlag eða tekið sé í hönd á honum. Ég þekki þetta af eigin reynslu þar sem ég sýni öðrum umhyggju, hluttekningu og skilning einmitt með þessum hætti en ég hef orðið vör við það að það sé dýrmætt og mikilvægt fyrir einstaklinga sem dvelja á hjúkrunarheimili. Oft og tíðum eru þetta mjög hjartnæmar og uppbyggjandi stundir fyrir báða einstaklinga þar sem ein hlý snerting þýðir meira en þúsund orð fá lýst. Margar rannsóknir sýna fram á ávinning sem snerting skilar einstaklingum. Það er aðallega hjúkrunarfólk sem dvelur hjá íbúum á hjúkrunarheimilum og hlutverk þeirra felst ekki eingöngu í því að sinna líkamlegum þörfum þeirra heldur einnig þeim andlegu.
Snerting getur gefið miklar upplýsingar, tjáð tilfinningar til annarra og almennt bætt líðan. Snerting er því talin vera mikilvægur hluti tjáningar án orða. Það er sannað að blíð snerting hefur góð áhrif á líkamlegt og andlegt líf, dregur úr streitu, mildar verki og gerir mann hæfari til að ráða við daglegt líf. Eldri borgarar sem fá reglulega snertingu í formi nudds eru heilbrigðari og minna útsettir fyrir Alzheimersjúkdómi og elliglöpum. Þá verða samskipti öflugri vegna skynörvunar. Þeir sem eru einmana verða orkumeiri og ráða betur við vandamál, s.s. þunglyndi, einangrun og lélega sjálfsmynd. Jafnvel það að bíða eftir nuddi skiptir eldri borgara sköpum en það framkallar hjá honum öryggiskennd og umhyggju.