Lífslokameðferð

Dæmi um einkenni sem lýsa yfirvofandi dauða eru lægri blóðþrýstingur, flekkótt húð, marðir líkamshlutar að aftan, líkamshitasveiflur, óreglulegur og grunnur andardráttur með öndunarstöðvun inn á milli.

Í nuddi vegna lífslokameðferð  skipta frábendingar ekki máli.Létt líkamleg snerting/nudd getur skilað ómælanlegum árangri einstaklinga við lífslok. Létt nudd getur dregið úr kvíða, streitu, bætt svefngæði, mildað verki og fyrst og fremst uppfyllt félagslegar þarfir er felast í samskiptum við fólk. 

Nudd fyrir deyjandi einstaklinga felst ekki einungis í því að uppfylla andlegar og tilfinningalegar þarfir heldur einnig að draga úr líkamlegum kvillum og kvölum þeirra. Það sem skilar ómælanlegum árangri einstaklinga við lífslok, sem og ættingjum þeirra, er nærvera hinna nánustu og snerting, til dæmis með því að strjúka, en þá geta þessir einstaklingar kvatt í ró og næði ástvin sinn á sem bestan hátt.

listek Hafðu samband við mig listek
Hægt er að senda póst og panta tíma á netfangið
Við munum hafa samband við þig á næstu klukkustundum til að ræða upplýsingar um bókun þína.


Taka frá
PL EN IS