Mat á eldri borgurum og undirbúningur fyrir nudd

  1. Persónulegt hreinlæti er mikilvægur þáttur í nuddi en það skilar ávinningi beggja aðila. Mælt er með nuddi á sama degi og einstaklingur fer í bað eða daginn eftir. Húðin er rakabætt og nærð með náttúrulegum nuddolíum en það hjálpar henni að vera í góðu ásigkomulagi næstu daga. Þetta ferli verður eldri borgurum einnig til hvatningar að fara reglulega í bað.
  2. Huga þarf að smáatriðum í umhverfinu sé um nuddstofu, íbúð eða herbergi eldri borgara að ræða. Það sem hefur róandi áhrif á sálina er viðeigandi andrúmsloft, milt ljós og ilmolíumeðferð.
  3. Að tryggja öryggi í umgengni og aðstoð við undirbúning fyrir nudd án þess að flýta sér.
  4. Það sem er ómissandi þáttur áður en byrjað er á nuddi er mat á hreyfigetu eldri borgaranns. Það fer síðan eftir slíku mati hvaða mögulegum nuddaðferðum verður beitt sem og hvar nuddið á að eiga sér stað (t.d. á nuddrúmi, í rúmi eldri borgaranns, í sitjandi stöðu eða í hjólastól).
  5. Að gera læknisfræðilega könnun er byggist á sjúkraskrám. Alltaf ef vafi leikur á því þarf að ráðfæra sig við lækni.
  6. Að mynda tengsl við íbúa og að komast að persónubundnum óskum og tilgangi fyrir nuddi.
  7. Að safna upplýsingum um verki, lyfjagjöf, ofnæmi, líferni og aðgerðir sem viðkomandi hefur undirgengist og ástand húðar.
  8. Mælingar á slagæðarblóðþrýstingi.
  9. Að finna rétta líkamsstöðu fyrir nudd.
  10. Að gera próf á húðinni vegna nuddolíu.
  11. Val á líkamssvæði fyrir nudd.
  12. Hvernig er rétt að ljúka nuddi. Gott er að breiða lak/teppi yfir einstaklinginn eftir nuddið og bíða nokkar mínútur þar til hann breytir um líkamsstellingu, en það lengir slökunar- og snertitilfinningu.
  13. Aðstoð við að breyta líkamsstellingu og við að klæða sig.
  14. Mælingar á slagæðarblóðþrýstingi eru mikilvægur þáttur og einnig að eiga samtal við eldri borgarann um upplifunina á meðan hann er aðstoðaður við klæðnað að nuddi loknu.

 

Því meiri vilji sem er til staðar til að hjálpa eldri borgurum, meiri viðeigandi nuddtækni og persónulegra viðmót sem endurspeglast í hluttekningu gagnvart hverjum og einum eldri borgara, því mun jákvæðari og ómælanlegri áhrif hefur það á líf þeirra sem skilar sér í gleði, brosi, þakklæti og meiri lífsgæðum hjá eldri borgurum.

listek Hafðu samband við mig listek
Hægt er að senda póst og panta tíma á netfangið
Við munum hafa samband við þig á næstu klukkustundum til að ræða upplýsingar um bókun þína.


Taka frá
PL EN IS