Umsögn

„Móðir mín hefur fengið nudd hjá Katarzyna Kamenská einu sinni í viku núna í vetur og líkar það prýðilega. Móðir mín er á 99. aldursári og hefur smám saman sest í hjólastól eftir að hún fluttist inn á Skjól fyrir nokkrum árum þegar minnið hafði svikið hana. Eftir nuddtímana líður henni alltaf mjög vel. Hún slappar af, hvílist og verður andlega hressari í kjölfarið; man allt betur og bregst hraðar við. Umgjörðin, skipulagið og samskipti við mig hafa verið ánægjuleg og upplýsandi þannig að ég mæli sérstaklega með því að fólk nýti sér þjónustu Just a touch fyrir aðstandendur sína á hjúkrunarheimilum.”

Gísli Sigurðsson

 

 

“Pabbi fær reglulega öldrunarnudd hjá Katarzynu, einu sinni í viku, og nýtur þess mjög vel. Þessi góða snerting gerir honum gott og hann er líka afar þakklátur fyrir. Við getum svo sannarlega mælt með öldrunarnuddinu hjá Katarzynu og hún gefur okkur líka upplýsingar að loknu hverju nuddi um það hvernig gekk. Það skiptir miklu máli.”

 Svandís Ingimundardóttir

 

 

"Móðir mín hefur notið þjónustu Katarzyna um nokkurra mánaða skeið. Hún er mjög ánægð með þjónustuna og hefur oftsinnis talað um hvað henni líði vel eftir nuddið. Katarzyna hlustar á viðskiptavini sína og nuddar þá staði þar sem mest þörf er á. 
Mér, sem aðstandanda, finnst þessi þjónusta frábær. Ég sé hvað hún gerir móður minni gott og það er mín skoðun að þessi þjónusta ætti að vera í boði á öllum hjúkrunarheimilum."

 Erla Jensdóttir

listek Hafðu samband við mig listek
Hægt er að senda póst og panta tíma á netfangið
Við munum hafa samband við þig á næstu klukkustundum til að ræða upplýsingar um bókun þína.


Taka frá
PL EN IS