Starfsmenn

    KATARZYNA 

   Hjúkrunarfræðingur 

Ég heiti Katarzyna og er með meistaragráðu í hjúkrunarfræði. Ég útskrafaðist sem stúdent af Medical University of Białystok í Póllandi árið 2015. Ég hef margvíslega reynslu í mínu fagi – byrjaði sem hjúkrunarfræðingur á háskólasjúkrahúsi í Póllandi og hélt síðan áfram að vinna á Landspítalanum í Reykjavík eftir að ég flutti til Íslands. Starfa sem húkrunarfræðingur á hjúkrunarheimili Hrafnistu. Mér fannst ég gæti gert meira til að gera líf íbúanna ánægjulegra.

Þar sem ég hef lokið fjölmörgum nuddnámskeiðum - klassískt, ísómetrískt, slökun, sogæðarennsli og nýlega, öldrunarnudd. Fann ég að þetta væri það nýtt sem ég gæti þróað með mér og þá með sérstaka áherslu fyrir aldraða einstaklinga.

Aldraðir þurfa áþreifanlega örvun; það er frábær bæði líkamlegur og andlegur stuðningur. Ég legg ávallt hjarta mitt í allt sem ég geri og þeirra nærvera, slökun og vellíðan segja meira en þúsund orð.Það eru mín stærstu verðlaun og hvatning.

   ANNA LÍSA

    Sjúkraliði 

Ég útskrafaðist sem stúdent af sjúkraliðabraut úr Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 2017. Eftir útskrift starfaði ég m.a í heimahjúkrun og á spítala. Ég hef starfað í þjónustu við aldraða síðan 2021 og hef ávallt haft af því mikla ánægju. Ég hef mikin áhuga á því að gera meira fyrir þennan hóp og þegar ég kynntist Just a Touch öldrunarnuddþjónustunni sá ég hvað þessi blíða snerting og nudd getur haft mikil og góð áhrif. Aldraðir glíma oft við andlegar og líkamlegar þrautir og blíð snerting, nudd og nærvera getur gefið svo mikið.

Just a touch öldrunarnuddþjónustan er frábær viðbót við þjónustu aldraðra og sönn ánægja og heiður að fá að vera í veira í hópi með Katarzynu sem er frumkvöðull hér á landi til að veita slíka þjónustu. 

Að fá þjónustuna inn á hjúkrunarheimilin er mikill vendipunktur enda oft erfitt að fara með aldraða og veika milli staða til að sækja sér þjónustu. Just a touch tekur tillit til allra sjúkdóma, fötlunar og andlegra veikinda. Þar starfar aðeins heibrigðisstarfsfólk sem þekkir ólíkar þarfir aldraðra og vellíðan þeirra er ávallt höfð í fyrirrúmi.

     LENA RÓS

      Félagsliði / Nuddnemi

Ég útskrifast sem stúdent af félagsfræðibraut við Menntaskólan við sund árið 2012.  Eftir útskrift fór ég að ferðast og byrjaði svo að vinna á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu og hef unnið þar síðan 2012 við aðhlynningu . Útskrifaðist með BA gráðu í félagsráðgjöf árið 2018. Ég kláraði svo félagsliðan í Borgarholtsskóla 2021.

Svo kviknaði áhugi minn á nuddi og ég skráði mig í heilsunuddbrautina í Fjölbraut við Ármúla. Þegar ég heyrði um öldrunarnudd kviknaði áhugi hjá mér að gefa meira af mér til þessa hóps. Nærvera, snerting og vellíðan er gríðarlega mikilvæg fyrir aldraða.

Öldrunarnudd eykur lífsgæði aldraða. Öldrunarnudd er frábær viðbót við þjónustu fyrir aldraða, þessi þjónusta ætti að vera í boði á öllum hjúkrunarheimilum. Með hverju nuddi sjáum við hversu mikil ánægja og vellíðan þetta veitir hinum aldraða. 

DOMINIKA

 Hjúkrunarfræðingur

Ég heiti Dominika Smokowska. Ég er hjúkrunarfræðingur að mennt. Ég fékk BA gráðu eftir nám í Póllandi. Ég byrjaði ævintýrið mitt með að hjálpa öðrum fyrir 4,5 árum, þegar ég byrjaði að vinna á hjúkrunarheimili.

Í byrjun árs fékk ég áhuga á nuddi og ákvað að mennta mig frekar á þessu sviði til að auka færni mína og veita enn frekari aðstoð. Ég tel að nuddlistin sé góð leið til að lina hvers kyns sársauka, sem og dásamlegur tími til slökunar fyrir sjúklinga. Ég er ánægð með að geta hjálpað fólki þar sem það veitir mér mikla gleði.

AGNIESZKA 

Ég heiti Agnieszka. Ég er með bakgrunn í hagfræði, kennslufræði og félagsfræði. Árið 2016 varði ég doktorsritgerð mína á sviði félagsráðgjafar og mér er því vel kunnugt um þau vandamál sem jaðarhópar, þar á meðal aldraðir, standa frammi fyrir. Sem stendur starfa ég sem umönnunaraðili hjá
Kópavogsbæ.


Ég hef unnið sem nuddari síðan 2016. Ég hef lokið mörgum nuddnámskeiðum, þar á meðal í klassísku nuddi, slökunarnuddi, sogæðanuddi, nálastungum og nú síðast í öldrunarnuddi.


Ávinningurinn af nuddi er ómetanlegur. Snerting hjálpar og græðir en umfram allt tengir hún einstaklinga. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir eldra fólk, sem oft er svipt líkamlegri snertingu við aðrar manneskjur.


Ég elska að nudda, hjálpa og gera öðrum gagn. Að nudda aldrað fólk veitir mér aukna lífsfyllingu.

   

 

listek Hafðu samband við mig listek
Hægt er að senda póst og panta tíma á netfangið
Við munum hafa samband við þig á næstu klukkustundum til að ræða upplýsingar um bókun þína.


Taka frá
PL EN IS